Velkomin á Hótel Flókalund

Sveitahótel og veitingastaður í friðlandinu í Vatnsfirði á Vestfjörðum

Hafið samband

flokalundur@flokalundur.is eða í síma 456 2011

Við erum búin að opna hótelið og veitingastaðinn fyrir sumarið 2022

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar

Gisting

Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 15 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í einu af herbergjunum.

 

Herbergin okkar

Einstaklings herbergi 

Tveggja manna herbergi 

Tveggja manna herbergi ný 

Svíta/Fjölskylduherbergi 

Bókanir fara fram í gegnum netfangið flokalundur@flokalundur.is eða í síma 456 2011

Veitingastaður

Veitingasalur er opinn frá 8.00 til 20.00.

Morgunverðarhlaðborð er frá 8.00 til 10.00.

Í hádeginu er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttarseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Kvöldmatseðill er frá 18.00-20.00.

Við bjóðum uppá tilboð fyrir hópa. Hafðu samband í gegnum tölvupóst flokalundur@flokalundur.is

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði er staðsett rétt fyrir ofan hótelið. Þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.

Í ljósi aðstæðna opnar tjaldsvæðið 15. júní

Nóttinn kostar 1400 kr

Frítt fyrir 16 ára og yngri

Rafmagn kostar 1000 kr sólarhringinnn

Hellulaug

Í göngufjarlægð frá hótelinu er Hellulaug, náttúrulaug sem staðsett er í fjöruborðinu. Úr pottinum er glæsilegt útsýni yfir Breiðafjörð í nálægð við ósnortna náttúru. Potturinn er hlaðinn úr steinum og er notalegt að slaka á í honum og njóta útsýnisins yfir fjörðinn. Hitastig vatnsins er í kringum 38°-40°c. Fyrir ofan pottinn er bílastæði og þaðan liggur stígur niður að lauginni. Ekki er búningsaðstaða við laugina en hlaðinn skjólveggur þar sem hægt er að geyma handklæði og fatnað er við hana.

This image has an empty alt attribute; its file name is 20140607-4709-1-1024x682-1.jpg

Dynjandi

Dynjandi (eða Fjallfoss) er 100 m hár foss sem fellur ofan af Dynjandisheiði í Dynjandisvog í Arnarfirði. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Frá Hótel Flókalundi er tæplega klukkustundar akstur að Dynjanda.

This image has an empty alt attribute; its file name is 20150729-DSC07902-1024x684.jpg

Látrabjarg

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands og stærsta fuglabjarg í Evrópu. Bjargið er 14 km langt og nær allt af 440 m hæð. Bjargið er heimili margra miljóna sjófugla, þar á meðal lunda og svartfugla. Látrabjarg er frábær staður til að skoða fuglana í sínu náttúrulega umhverfi. Fjöldi fugla í bjarginu er misjafnt eftir árstíðum en mestur fjöldi fugla er í maí og júní. Það tekur um það bil tvær klukkustundir að keyra að Látrabjargi frá Hótel Flókalundi.

This image has an empty alt attribute; its file name is 20150609-_DSC6965-1024x684.jpg

Rauðasandur

Rauðasandur er stærsta víkin í röð víkna með marglitum sandströndum. Ströndin nær frá Skorarhlíðum í austri að Látrabjargi í vestri. Upp frá mjóu undirlendi rísa brött fjöll með háum hömrum. Sveitin var þéttbýl áður fyrr en bæjum í byggð hefur fækkað á undanförnum árum. Á Rauðasandi er eyðibýlið Sjöundá, en 1802 voru karl og kona myrt á bænum. Skáldsagan Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson byggir á þessum atburðum. Á Rauðasandi er enn fremur jörðin Saurbær eða Bær. Jörðin er fornt höfuðból og kirkjustaður.