Hótel Flókalundur

Næsta nágrenni

Hótel Flókalundur er staðsett Vatnsfirði og þaðan er stutt í margar helstu náttúruperlur á Vestfjörðum. Í næsta nágrenni hótelsins eru fallegar gönguleiðir og gott berjaland. Vatnsfjörður er friðland og þar er rómuð veðursæld.

Látrabjarg

Látrabjarg er vestasti oddur Íslands og eitt stærsta fuglabjarg í Evrópu. Bjargið er 14 km langt og rís í 440 m hæð yfir sjávarmáli. Í bjarginu má finna fjölda fugla, t.d. álkur, lunda og langvíur. Mestur fjöldi fugla er í bjarginu seint í maí og júní.

Frá Hótel Flókalundi er tæplega 2 tíma akstur að Látrabjargi.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Látrabjarg-4
20130703-1159-1

Dynjandi

Dynjandi (eða Fjallfoss) er 100 m hár foss sem fellur ofan af Dynjandisheiði í Dynjandisvog í Arnarfirði. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Frá Hótel Flókalundi er tæpur klukkutíma akstur að Dynjanda.

Dynjandi2015-4
Dynjandi2015-3
Dynjandi2015-2

Rauðasandur eða Rauðisandur

Rauðisandur er stærsta víkin í röð víkna með marglitum sandströndum. Ströndin nær frá Skorarhlíðum í austri að Látrabjargi í vestri. Upp frá mjóu undirlendi rísa brött fjöll með háum hömrum. Sveitin var þéttbýl áður fyrr en bæjum í byggð hefur fækkað á undanförnum árum. Á Rauðasandi er eyðibýlið Sjöundá, en 1802 voru karl og kona myrt á bænum. Skáldsagan Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson byggir á þessum atburðum.

Á Rauðasandi er enn fremur jörðin Saurbær eða Bær. Jörðin er fornt höfuðból og kirkjustaður.

20120713-3131-1
20120713-3126-1
20120713-3114-2
rauðasandur-1

Hellulaug

Í flæðarmálinu stutt frá Hótel Flókalundi, er náttúruleg heit laug. Laugin er hluti af verkefninu Vatnavinir sem fékk Global Award for Sustainable Architecture 2011. Rétt er að geta þess að engin búningsaðstaða er við laugina og að fólk fer í hann á eigin ábyrgð.

Laugin, sem hefur verið endurnýjuð talsvert á liðnum árum, er hlaðin grjóti og steypt, hitastig um 38°C. Frekari upplýsingar fást á Hótel Flókalundi eða í versluninni.

20140607-4709-1

hellulaug-2

hellulaug-1


Brjánslækur

Brjánslækur er fornt höfuðból og kirkjustaður við mynni Vatnsfjarðar. Ferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi yfir á Brjánslæk. Brjánslækur er í 6 km fjarlægð frá Hótel Flókalundi.


Flatey á Breiðafirði

Hægt er að taka ferjuna Baldur frá Brjánslæk í dagsferð í Flatey. Flatey er stærst Vestureyja og þar hefur verið byggð allt frá landnámsöld.

Flatey-1
Flatey-2
Flatey-3
Flatey-4