Hótel Flókalundur

Um okkur

Verið velkomin í Flókalund

Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins.

Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum.

Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar.

Hótel Flókalundur er opinn frá 10. maí – 20. september

Gisting

Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 15 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í einu af herbergjunum.

Veitingar

Veitingasalur er opinn frá 7.30 til 23.30.

Morgunverðarhlaðborð er frá 7.30 til 10.00. Í hádeginu er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttarseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Kvöldverðarmatseðill er frá 18.00-21.00.

Bensínstöð og verslun

N1 sjálfsafgreiðslustöð er á staðnum.

Lítil verslun er opin alla daga frá 10.00-20.00 þar sem fæst nauðsynleg matvara, kol, gas ásamt því helsta sem þörf er á í ferðalagið.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask. Einnig er boðið upp á tauþvott á hótelinu.